HARPA

24. OG 25. SEPTEMBER 2018

ALÞJÓÐLEGI ORKUGEIRINN KEMUR SAMAN Á ÍSLANDI

Dagana 24. og 25. september verður ráðstefnan CHARGE Energy Branding haldin í þriðja skipti í Hörpunni. Ráðstefnan fjallar um uppbyggingu vörumerkja í orkuiðnaði með áhugaverðum hætti. Samhliða ráðstefnunni eru CHARGE verðlaunin veitt til bestu vörumerkja í orku í heiminum. Meðal fyrirlesara eru stjórnendur frá nokkrum af stærstu fyrirtækjum í heimi sem eru í orkuiðnaði eða tengjast orkuiðnaði. Úr markaðsheiminum koma stofnendur og stjórnendur virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa á sviði markaðsmála, vörumerkjastjórnunar og auglýsinga. 

 

ORKUSAMFÉLAGIÐ ÍSLAND

Það er ekki á hverjum degi sem jafn mikil þekking í jafn stórum málaflokkum kemur saman á Íslandi. Erlendir gestir eiga það flestir sameiginlegt að koma úr orkugeiranum, vilja tengjast orkugeiranum eða starfa við samskipta- og markaðsmál. CHARGE er því kærkomið tækifæri fyrir orkusamfélagið á Íslandi að kynna sínar lausnir, læra nýjar aðferðir, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýju fólki sem sækir ráðstefnuna erlendis frá.

 

SÆKTU ÞEKKINGU Á CHARGE

Íslenskum aðilum býðst að sækja aðeins þann hluta af CHARGE sem fer fram í Hörpu 24. og 25. september. Um er að ræða fullan aðgang að fyrirlestrum og umræðum. Innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar í hléum báða dagana.

 

MYNDAÐU TENGSL Á CHARGE

Einnig er hægt að kaupa tengslamiða á CHARGE. Innifalið í tengslamiða er öll dagskráin í Hörpu ásamt aðgangi að kvöldverði og verðlaunaafhendingu CHARGE verðlaunanna að kvöldi 24. september þar sem bestu orkuvörumerkjum í heimi eru verðlaunuð. Að auki er tengslamiði aðgöngumiði í ferð Landsvirkjunnar í Ljósafossvirkjun og móttöku þar. 

 

VERÐ

 

Almennur miði 97.000 krónur.

Innifalið: Aðgangur að dagskrá CHARGE í Hörpu 24. og 25. september.

 

Tengslamiði 198.500 krónur.

Innifalið: Aðgangur að dagskrá CHARGE í Hörpu 24. og 25. september, verðlaunakvöldverður 24. september og tengslaferð 25. september.

 

SKRÁNING

Til að ganga frá skráningu þarf að fylla út í formið hér fyrir neðan. Að því búnu verður haft samband við þig til að ganga frá greiðslu.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um CHARGE 2018 getur þú sent tölvupóst á info@branding.energy eða haft samband við okkur í síma 787 7007.

SKRÁNING Á CHARGE ENERGY BRANDING

FYLGSTU MEÐ OKKUR